Íbúar hjúkrunarheimilisins Hamra í sýnatöku

Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ.
Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ. Skjáskot/ja.is

Nokkrir af þeim íbúum hjúkrunarheimilisins Hamra sem búa á þeirri deild sem sýktur starfsmaður vann á munu fara í sýnatöku í dag. Þá munu þeir starfsmenn sem var á vakt með starfsmanninum daginn sem hann greindist. 14 eru í sóttkví vegna smitsins.

Þetta staðfestir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, í samtali við Vísi.

Hún segir að þeir sem voru útsettastir munu fara í sýnatöku í dag, svo verði skimað aftur eftir þrjá daga og svo skoðað hvort að skima þurfi aftur að sex dögum liðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert