Þrjú ný smit tengd Rangá

Hótel Rangá.
Hótel Rangá. mbl.is /Sigurður Bogi

Þrír þeirra níu sem greindust með kórónuveiruna í dag höfðu dvalið á Hótel Rangá. Allir þrír voru í sóttkví þegar þeir greindust. 

Íslensk erfðagreining tók í gær rúm 350 sýni og greindust þrír með veiruna. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir hin smituðu hafa dvalið á Hótel Rangá, en að þau hafi ekki haft tengsl við aðra aðila sem smitast hafa af veirunni í tengslum við hópsýkingu á hótelinu. 

Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa þurft að fara í sýnatöku, en ríkisstjórnin snæddi hádegisverð á Hótel Rangá síðastliðinn þriðjudag. Ekki hafa fengist upplýsingar um sýnatöku ráðherranna. 

Uppfært kl. 17:43:

Niðurstöður úr fyrri skimun ráðherra reyndust neikvæðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka