Niðurstöður úr skimun ráðherra væntanlegar

Rögnvaldur Ólafsson, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir og Alma Möller á upplýsingafundi …
Rögnvaldur Ólafsson, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Niðurstaða úr seinni skimun níu ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem send­ir voru í sýna­töku og heima­smit­gát er væntanleg síðdegis.

Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Ráðherrarnir þurftu að fara í tvö­falda sýna­töku og viðhafa smit­gát á milli eft­ir að hafa verið á Hót­el Rangá í síðustu viku þar sem nokkr­ir ein­stak­ling­ar sem greind­ust smitaðir af kór­ónu­veirunni höfðu verið þar.

Fyrri sýna­taka ráðherr­anna reynd­ist nei­kvæð í öll­um til­fell­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert