Niðurstaða úr seinni skimun níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem sendir voru í sýnatöku og heimasmitgát er væntanleg síðdegis.
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna.
Ráðherrarnir þurftu að fara í tvöfalda sýnatöku og viðhafa smitgát á milli eftir að hafa verið á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem nokkrir einstaklingar sem greindust smitaðir af kórónuveirunni höfðu verið þar.
Fyrri sýnataka ráðherranna reyndist neikvæð í öllum tilfellum.