Ráðherrar í síðari sýnatöku í dag

Ríkisstjórn Íslands. Allir ráðherrar nema heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra voru send …
Ríkisstjórn Íslands. Allir ráðherrar nema heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra voru send í smitgát og tvöfalda sýnatöku. mbl.is/Hari

Þeir níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem sendir voru í sýnatöku og heimasmitgát fara í síðari sýnatöku af tveimur í dag. Fyrri sýnataka ráðherranna reyndist neikvæð í öllum tilfellum.

Meðan á ríkisstjórnarfundi stóð á föstudaginn sl. bárust þær fréttir að allir ráðherrar sem tóku þátt í vinnufundi ríkisstjórnarinnar á Suðurlandi 18. og 19. ágúst þyrftu að fara í tvöfalda sýnatöku og viðhafa smitgát á milli eftir að hafa verið á Hótel Rangá þar sem nokkrir einstaklingar sem greindust smitaðir af kórónuveirunni höfðu verið þar.

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar telj­ast til ytri hrings hins mögu­lega smit­hóps og eru því ekki hluti þess hóps sem aukn­ar lík­ur eru á að hafi verið út­sett­ur fyr­ir smiti. Tveir ráðherr­ar snæddu ekki á Hót­el Rangá, heil­brigðisráðherra og fé­lags­málaráðherra, og þurfa því ekki að und­ir­gang­ast ráðstaf­an­irn­ar.

Hver fari á sínum forsendum og tíma

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við mbl.is að ráðherrarnir fari í sýnatöku í dag hver á sínum forsendum og á sínum tíma og að niðurstöður úr þeim verði að öllum líkindum gerðar opinberar þegar þær liggja allar fyrir.

Hann segir ráðherrana hafa haft hægt um sig síðan á föstudag, allir séu á sínum heimastöðvum og sinni vinnu þaðan.

Að minnsta kosti einn ráðherra er búinn að fara í síðari sýnatöku í dag en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem deildi því með fylgjendum sínum á Instagram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi sínum fylgjendum aftur á móti í gær hversu mikið fjör hún hefur í smitgátinni.

View this post on Instagram

Líf og fjör í smitgàtinni.

A post shared by Katrín Jakobsdóttir (@katrinjakobsd) on Aug 23, 2020 at 11:14am PDT


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert