Tugmilljóna tjón ár hvert

Lögregla fylgist með tryggingum ökutækja samhliða almennu eftirliti. Myndavélaeftirlit er …
Lögregla fylgist með tryggingum ökutækja samhliða almennu eftirliti. Myndavélaeftirlit er í skoðun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er alltaf sami vandinn. Ef ótryggð ökutæki valda tjóni leiðir það á endanum til hækkunar iðgjalda fyrir skilvísa,“ segir Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Marta að nú séu um 2.600 ótryggð ökutæki í umferð á Íslandi og tjón af völdum óvátryggðra ökutækja nemi tugum milljóna króna á hverju ári.

Samkvæmt sundurliðun Samgöngustofu frá því um miðjan ágústmánuð er um að ræða ökutæki af ýmsum stærðum og gerðum; fólksbíla, sendibíla, rútur, vörubíla og þung bifhjól. Aðspurð segir Marta að leiða megi líkur að því að fjöldi óvátryggðra ökutækja í umferð haldist í hendur við efnahagsástandið hverju sinni. Því megi búast við að þessi fjöldi óvátryggðra ökutækja muni aukast á næstunni með tilheyrandi kostnaðarauka. Hún telur að herða þurfi eftirlit til að fækka umræddum ökutækjum eða taka upp sektakerfi að erlendri fyrirmynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert