73% gerðust brotleg við umferðarlög

Lögreglan minnir ökumenn á að virða hámarkshraða og sýna tillitssemi …
Lögreglan minnir ökumenn á að virða hámarkshraða og sýna tillitssemi og þolinmæði í umferðinni. mbl.is/Hari

Sjö af hverjum tíu ökumönnum sem óku austur Álfhólsveg í Kópavogi í gær reyndust brotlegir við umferðarlög. Á umræddum kafla er hámarksharði 30 km á klst. en sá sem ók hraðast mældist á 57 km hraða á klst.

Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en hún er þessa dagana við hraðamælingar við grunnskólana í umdæminu, eða í nágrenni þeirra við þekktar gönguleiðir.

„Í gær var t.d. fylgst með umferð austur Álfhólsveg, á móts við Álfshólsveg 80, en á einni klukkustund eftir hádegi reyndist brotahlutfallið þar vera 73%! Meðalhraði hinna brotlegu var 48 km/klst. en þarna er 30 km hámarkshraði. Átján óku á 50 km hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 57,“ segir lögreglan í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert