„Klassísk virkni“ við Kleifarvatn

Kleifarvatn.
Kleifarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrir eftirskjálftar urðu í nótt í kjölfar jarðskjálfta af stærðinni 3 sem varð við Kleifarvatn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá jarðvakt Veðurstofu Íslands hafa flestir eftirskjálftanna verið undir 2 að stærð. 

„Það er mjög vel þekkt að það geta komið skjálftar af þessari stærðargráðu. Það hafa komið þó nokkrir skjálftar sem hafa fundist á þessu svæði bara á þessu ári,“ segir náttúruvársérfræðingur Veðurstofu. 

Nokkuð hefur verið um jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn á árinu. 

„Þetta er mjög klassísk virkni. Það er búið að vera svolítil virkni þarna á árinu og þetta er bara áframhald af því,“ segir náttúruvársérfræðingur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert