Rannveig heiðruð á afmælinu

Rannveig Guðmundsdóttir hyllt í garðinum sínum í Kópavogi
Rannveig Guðmundsdóttir hyllt í garðinum sínum í Kópavogi mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þingmaður og forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, fékk óvænta kveðju í gærmorgun þegar hún hélt upp á áttræðisafmæli sitt, en vinir Rannveigar og samstarfsmenn úr Samfylkingunni komu henni á óvart og heiðruðu með blómvendi.

Þá komu börn úr Kársneskórnum undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og sungu afmælissönginn fyrir Rannveigu.

„Þegar ég lít um öxl er fjölskyldan dýrmætust,“ segir Rannveig og hún segist vera full af þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa í stjórnmálum meðan hún sóttist eftir því og metur mikils þá gæfu að hafa eignast þennan stóra vinahóp í flokknum.

„Ég naut þeirrar gæfu að vera borin fram af fólki sem treysti mér til þess að halda á lofti jafnaðarstefnunni og berjast fyrir gildum hennar,“ segir Rannveig og bætir við að hún hafi notið þess að vera í forystu fyrir jafnaðarmenn, bæði í bæjarmálum og á þingi. sgs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert