Lögðu hald á mörg hundruð þúsund barnaníðsmyndir

Gríðarlegur vöxtur í hefur orðið síðustu ár á því magni …
Gríðarlegur vöxtur í hefur orðið síðustu ár á því magni barnaníðsefnis sem haldlagt er hverju sinni að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns. mbl.is/Golli

Þrír voru handteknir í tengslum við haldlagningu lögreglu á gríðarlegu magni barnaníðsefnis á mánudag. Aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir í samtali við mbl.is að ekki sé grunur um að mennirnir hafi framleitt eða dreift myndefninu, einungis sé um vörslu og niðurhal að ræða.

Hann segir að myndefnið sem hald var lagt á telji mörg hundruð þúsund myndir. Rannsóknin sé því mikil að umfangi í ljósi þess. Aðgerðir lögreglu náðu til sjö einstaklinga og var barnaníðsefni haldlagt hjá þeim öllum. Lögregla hóf að rannsaka mennina þegar í ljós kom að sjö einstaklingar í viðamikilli rannsókna danskra lögregluyfirvalda voru frá Íslandi.

Af þessum sjö einstaklingum hófst rannsókn á fimm þeirra. Rannsókn á tveimur mannanna var hætt þar sem ekki nægilegar upplýsingar lágu fyrir. Úr varð því að þrír voru handteknir.

Gríðarlegur vöxtur magns

„Við höfum séð gríðarlegan vöxt á síðustu árum hvað varðar magn af barnaníðsefni sem haldlagt er í svona málum, segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrotadeildar lögreglu. Hann segir að það megi skýra með tilkomu internetsins.

„Þegar internetið kom til sögunnar þá var augljóslega auðveldara að dreifa svona efni og hala því niður. Þannig sjáum við að sama myndefnið er kannski í vörslu margra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert