Ríkisábyrgð þáttur í vel heppnuðu útboði

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að gott gengi Icelandair í hlutfjárútboði gærdagsins dragi úr líkum á því að það reyni á ríkisábyrgð á lánalínum Icelandair eða sölutryggingu ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanki.

Hann segir jafnframt að þátttaka almennra fjárfesta hljóti að vekja athygli. Icelandair fari nú með breiðan hóp fjárfesta á bakvið sig inn í erfiðan vetur.

„Mér sýnist hafa tekist vel til,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is. „Umframeftirspurn leiðir til þess að félagið fær tækifæri til þess að taka til sín meira hlutafé. Það er jákvætt.

Þetta dregur úr líkum á því að til ríkisábyrgðar komi eða sölutryggingu bankanna.“

Ríkisábyrgðin hafi hjálpað

Bjarni segist trúa því að ákvörðun stjórnvalda, að veita Icelandair ríkisábyrgð, hafi haft jákvæð áhrif á hlutafjárútboðið í gær.

„Ég trúi því að það hafi verið þáttur í því að framkvæma vel heppnað útboð. Það var hægt að kynna fyrir fjárfestum að ríkisábyrgð væri fallhlíf ef illa færi. Við vonumst auðvitað til þess að það reyni ekki á ríkisábyrgðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert