Þórólfur og Víðir fara yfir stöðuna

Víðir Reynisson verður á fundinum í dag.
Víðir Reynisson verður á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14.

Þar munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19-faraldursins hér á landi.

„Það er að koma bet­ur í ljós að þunga­miðjan og ræt­urn­ar virðast vera á þess­um stöðum, alla vega í þess­um far­aldri sem er núna,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í samtali við mbl.is í gær um auk­inn fjölda kór­ónu­veiru­smita hér­lend­is. Staðirn­ir sem hann á við eru skemmti­staðir og krár en þeim hef­ur nú verið lokað yfir helg­ina á höfuðborg­ar­svæðinu.

21 smit greind­ist inn­an­lands í fyrradag, 19 á miðviku­dag og 13 á þriðju­dag. Tveir liggja nú á sjúkra­húsi en þeir eru þó ekki al­var­lega veik­ir og hvor­ug­ur á gjör­gæslu. Um er að ræða tvo eldri ein­stak­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka