Haglél á höfuðborgarsvæðinu

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að haglél sé ekki óalgengt …
Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að haglél sé ekki óalgengt á þessum árstíma. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haglél féll á höfuðborgarsvæðinu í kringum hádegi í dag en slíkt færist í vöxt á þessum árstíma að sögn veðurfæðings á Veðurstofu. Þegar skúrabólstrarnir fara að verða hærri og haglið fellur niður án þess að bráðna á leiðinni finna borgarbúar fyrir haglinu dynja á glugga og götur.

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að haglél sé ekki óalgengt á þessum árstíma og því síður þegar suðvestanátt er og skúrir. Búast má við svölu veðri næstu daga en á föstudag má búast við lægð og hlýnar þá örlítið.

Þá féll fyrsti vetrarsnjórinn á Esjuna í nótt og sömuleiðis búast við því að gráni í fjöllum umhverfis höfuðborgarsvæðið næstu daga og jafnvel annað kvöld.

Næsta sólarhringinnn má á landinu öllu búast við suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og skúrir, en sums staðar él um landið norðanvert. Lengst af úrkomulítið austantil og hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst. Svipað veður á morgun, en lægir víða, og gengur í norðaustan 10-18 og úrkomumeira norðvestantil seinnipartinn. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert