„Mikil gleði hér á bæ“

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls voru 3.009 sýni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Um metfjölda er að ræða og var fyrra met slegið um í kringum þúsund sýni, þ.e. áður höfðu mest verið tekin um tvö þúsund sýni hjá heilsugæslunni á einum degi.

Opnað var í hádeginu og var vaktin staðin til kl. 20 í kvöld. Komust allir að sem vildu, segir Agnar Darri Sverrisson, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

Sýnatökur af þremur ástæðum

„Og við náðum yfir þrjú þúsund, þannig að það var mikil gleði hér á bæ,“ segir Agnar, en fyrr í dag greindi mbl.is frá því að fjöldi sýna stefndi í þriðja þúsundið í dag.

Um er að ræða sýnatökur af þremur ástæðum; vegna einkenna sem fólk telur sig hafa, vegna landamæraskimana, og loks vegna sóttkvía þar sem sýni eru tekin á sjöunda degi sóttkvíar hjá fólki sem talið er hafa átt á hættu að smitast af veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert