Átta nemendur við Tjarnarskóla smitaðir

Einungis sjö kennarar starfa við skólann og því voru fáir …
Einungis sjö kennarar starfa við skólann og því voru fáir eftir ósmitaðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Átta nemendur við Tjarnarskóla hafa greinst með kórónuveirusmit. Skólastjóri Tjarnaskóla staðfestir þetta í samtali við Vísi en í síðustu viku greindust fjórir kennarar skólans smitaðir sem og ritari sem starfar í Tjarnarskóla. 

Allir starfsmenn og nemendur skólans voru í kjölfarið sendir í sóttkví en einungis sjö kennarar starfa við skólann og því voru fáir eftir ósmitaðir. 

Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, segir ekki vitað hvort nemendurnir hafi smitast í skólanum þó mestar líkur séu á því. 

Ekki náðist í Margréti við vinnslu fréttarinnar. Hún sagði í samtali við Vísi að aðrir nemendur og starfsfólk hafi nú lokið sóttkví og farið í skimun í gær. Samt sem áður mun skólastarf ekki hefjast á mánudag með eðlilegum hætti. Nemendur læra nú í gegnum fjarnám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert