Of snemmt að segja til um eldvirkni

Skjálftarnir urðu skammt úti við Grímsey í nótt og mælist …
Skjálftarnir urðu skammt úti við Grímsey í nótt og mælist enn virkni á svæðinu. Kort/Map.is

Engir stórir eftirskjálftar hafa orðið í Grímsey það sem af er morgni þó að enn mælist einhver skjálftavirkni. Þrír skjálftar yfir 4 að stærð urðu undan Grímsey í nótt og segir Veðurstofan að henni hafi borist tilkynningar víða að á Norðurlandi þar sem íbúar segjast hafa orðið skjálftans varir.

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir að of snemmt sé að segja til um hvort þetta muni hafa einhverja eldvirkni í för með sér en virkar eldstöðvar eru nokkra kílómetra austur af Grímsey þar sem skjálftarnir urðu. Segir veðurfræðingur að grannt sé fylgst með stöðu mála.

Veðurstofan bendir íbúum á þekktum skjálftasvæðum að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert