Óljóst hver ók bifreiðinni

Bílarnir skemmdust töluvert og lenti jepplingurinn á öðrum bíl sem …
Bílarnir skemmdust töluvert og lenti jepplingurinn á öðrum bíl sem skemmdist einnig. Ljósmynd/Víkurfréttir

Sá sem var  fluttur á slysadeild til skoðunar vegna umferðaróhapps sem varð í gærkvöldi þegar jepplingur skall á kyrrstæðum fólksbíl við Hringbraut í Keflavík í gær er nú útskrifaður. Þrír voru handteknir grunaðir um ölvunarakstur og vinnur lögregla nú að því að yfirheyra þá, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

„Þetta var umferðaróhapp. Það er grunur um ölvunarakstur og þetta er til skoðunar og rannsóknar,“ segir Sigurbergur Theodórsson aðalvarðstjóri lögregluunnar á Suðurnesjum í samtali við mbl.is.

Spurður hvers vegna þrír séu í haldi, þeir hafi varla allir ekið bifreiðinni segir Sigursteinn að þeir séu í haldi vegna gruns um ölvunarakstur: 

„Lögreglan er náttúrulega ekki á staðnum þegar slysið verður þannig að þarf að komast að því hver ók bifreiðinni. Það er verið að yfirheyra þá til þess að finna út hvað gerðist þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert