Viðbúnaður á smitsjúkdómadeild aukinn

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Vegna fjölgunar innlagna og vaxandi þunga í eftirliti Covid-19 göngudeildar hefur viðbúnaður á smitsjúkdómadeild A7 verið aukinn.

Alls eru 464 sjúklingar í eftirliti Covid-19-göngudeildar Landspítalans, að því er segir í tilkynningu.

Vegna röskunar á starfsemi Landspítala Fossvogi má búast við að fyrirhuguðum aðgerðum verði frestað. Gert er ráð fyrir skimunum fyrir Covid-19 hjá um 150 starfsmönnum í Fossvogi í dag.

35 í einangrun og 177 í sóttkví

Enn eru 35 starfsmenn Landspítalans í einangrun en þeim sem eru í sóttkví A hefur fækkað úr 184 í 177 frá því í gær.

Fjórir sjúklingar liggja inni vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu, eins og áður hefur komið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert