Hækka akstursgreiðslur til ríkisstarfsmanna

Akstursgjald sem ríkisstarfsmenn fá greitt hefur verið hækkað, samkvæmt nýrri auglýsingu. Gjaldið hækkar um þrjár krónur á kílómetra fyrir fyrstu 10.000 kílómetrana og er hækkunin þrisvar sinnum meiri en þegar gjaldið fyrir þá hækkaði síðast, í árslok 2019. 

Þannig fá ríkisstarfsmenn og starfsmenn ríkisstofnana greiddar 114 krónur á kílómetrann fyrstu 10.000 kílómetrana sem þeir aka, 102 krónur fyrir hvern kílómeter umfram það en að 20.000 kílómetrum og 91 krónu fyrir hvern kílómeter umfram 20.000 kílómetra. 

Fyrir breytinguna voru greiddar 111 krón­ur/​km fyr­ir fyrstu 10.000 kíló­metr­ana en fyrir þá breytingu hafði gjaldið ekki verið hækkað í 14 ár. . Frá 10.000 upp í 20.000 kíló­metra  voru greidd­ar 100 krón­ur á kíló­metra og eft­ir það 89 krón­ur á hvern kíló­metra.

Við útreikning á sérstöku gjaldi skal bæta 15% álagi á almenna gjaldið og við útreikning á torfærugjaldi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið.

Akstursgjaldið gildir frá og með 1. október 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert