Nýr stígur lagður að Öskjuhlíð

Stígurinn mun koma til með að bæta verulega aðgengi að …
Stígurinn mun koma til með að bæta verulega aðgengi að útivistarsvæðinu í Öskjuhlíð. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Á næstu vikum verður lagður stígur fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur að útivistarsvæðinu í Öskjuhlíð. Með tilkomu stígsins myndast nýr inngangur á svæðið frá gatnamótum Bústaðarvegar og Flugvallarvegar sem mun hlykkjast í gegnum skóginn.

Stígurinn myndar nýja tengingu fyrir íbúa Hlíða, Norðurmýrar og einnig fyrir íbúa í nýja Hlíðarendahverfinu inn á útivistarsvæðið í Öskjuhlíð. Um er að ræða vinningstillögu Þráins Haukssonar,landslagsarkitekts, sem vildi leggja áherslu á að hanna eina greiðfæra leið upp að Perlunni og Öskjuhlíðinni, í átt frá miðborginni.

Gert er ráð fyrir að stígurinn muni líta svona út.
Gert er ráð fyrir að stígurinn muni líta svona út. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Í framhaldi af verkefninu stendur til að vinna útfærslu Perlufestar, svokallaðs upplifunarstígs, ofarlega á Perluhæðinni, þar sem markmiðið er að hafa listræn gildi í öndvegi, hægt að skoða minjar eða njóta útsýnisins til Snæfellsjökuls. Stendur einnig til að hanna tröppustíg upp hlíðina frá bílastæðinu milli stúdentagarða og Háskólans í Reykjavík, en sambærilegar tröppur í Kópavogi hafa notið vinsælda og verið meðal annars nýttar til þrekþjálfunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert