Grunnskólakennarar búnir að semja

Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld.
Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Haraldur Jónasson / Hari

Grunnskólakennarar og samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga hafa skrifuðu undir nýjan kjarasamning í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Í tilkynningu segir að hinn nýi kjarasamningur sé í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. 

Þá segir að kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. 

Eins að kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna COVID-19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert