Grímur liggi á víðavangi

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Ljósmynd/Landvernd

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist hafa áhyggjur af langvarandi umhverfisáhrifum vegna slæmrar meðferðar einnota hanska og gríma sem notaðar eru til varnar kórónuveirunni.

„Við sáum það í fyrri bylgjunni að það voru margir staðir í borginni þar sem það lágu einnota hanskar út um allt“, segir Auður í samtali við mbl.is.

„Það voru aðallega hanskar þá en nú erum við farin að sjá að það er líka mikið af grímum sem liggja á víðavangi. Við skiljum auðvitað þörfina fyrir grímur og hanska en það er mjög mikilvægt að fólk losi sig við þessa hluti á réttan hátt þegar búið er að nota þá.“

Auður mælir með því að notaðar séu fjölnota grímur, þegar slíkt er möguleiki, og að fólk hugsi sig um áður en notaðir eru hanskar. „Það er mikilvægt að hugsa hvort maður þurfi hanska í hverju tilviki eða hvort hægt sé að þvo sér oftar um hendurnar í staðinn.“

Aðspurð segir Auður vitundarvakningu forseta Íslands á þessum málum þýðingarmikla. „Hann er náttúrulega alveg frábær,“ segir hún að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert