Framboð Guðmundar mun dýrara en Guðna

Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Samsett mynd

Forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, kostaði um eina og hálfa milljón króna en framboð Guðmundar Franklín Jónssonar 4,5 milljónir króna.

Rekstrarreikningar framboðanna voru birtar á vef Ríkisendurskoðunar í dag.

Guðmundur Franklín eyddi rúmlega 3,5 milljónum í auglýsingar og 822 þúsund krónum í ferðir og fundi.

Guðmundur lagði sjálfur til 3,5 milljónir vegna framboðsins. Stærsta einstaka framlagið, 300 þúsund krónur, kom frá útgerðarfyrirtækinu Hólma ehf. Guðmundi bárust 200 þúsund krónur frá Sælgætisgerðinni Góu/Lindu, Erik the red Seafood og Bakarameistaranum.

Guðni eyddi 513 þúsund krónum í ferðir og fundi en engu í auglýsingar. Framlög lögaðila til framboðs Guðna námu samtals 523.000 krónum. Sá hæsti var 200.000 og kom frá KBK Eignum ehf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert