Skjálfti norðvestur af Húsavík

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, varð skammt út af Húsavík laust eftir klukkan 22 í kvöld. Skjálftinn fannst vel á Húsavík og í nærliggjandi sveitum. 

Veðurstofunni hafa ekki borist fregnir af skemmdum, en nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2 að stærð. 

Upptök skjálftans voru á tæplega 10 kílómetra dýpi um 1,5 kílómetrum norðvestur af Húsavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert