Bólusetning mikilvæg fyrir þá sem hafa fengið Covid

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls eru 27 sjúk­ling­ar nú inniliggj­andi á Land­spít­al­an­um vegna Covid-19. Þeir hafa alls verið 63 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins. Þar af eru þrír á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. 1.261 sjúk­ling­ur er í eft­ir­liti Covid-19 göngu­deild­ar, þar af 218 börn.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala.

Þar seg­ir enn frem­ur að 46 starfs­menn Land­spít­ala eru í sótt­kví A og 18 starfs­menn eru í ein­angr­un.

Bent er á mikilvægi þess að bólusetja sig fyrir inflúensu.

„Það að Covid-19 sé í gangi dregur alls ekki úr ábendingunni fyrir inflúensubólusetningu nema síður sé. Það er slæmt að fá tvær alvarlegar sýkingar á svipuðum tíma. Fyrir þá sem hafa fengið Covid-19 og er batnað er mun betra að fá bólusetninguna og minnka þannig líkur á að fá slæma inflúensu sem gæti ýft upp fyrri einkenni,“ segir á vef spítalans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert