Færri virðast hafa farið austur fyrir fjall

Í Ártúnsbrekku.
Í Ártúnsbrekku. mbl.is/​Hari

Áfram dregur úr umferðinni á höfuðborgarsvæðinu vegna hertra aðgerða í kórónuveirufaraldrinum.

Vísbendingar eru um að margir hafi farið eftir tilmælum um að fara ekki að óþörfu út fyrir höfuðborgarsvæðið og dregið hafi úr akstri höfuðborgarbúa austur fyrir fjall í helgardvöl.

Þetta kemur fram í umferðarmælingum Vegagerðarinnar, sem eru nú birtar vikulega til að meta áhrif aðgerða í veirufaraldrinum á umferðina.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var mun minni en í sömu viku fyrir ári eða 23 prósentum minni. Umferðin var líka minni sé miðað við vikuna á undan eða fimm prósentum minni.

Bent er á að reikna megi með að áhrif hvatningar sóttvarnayfirvalda og hertar reglur skili sér í ívið minni umferð þótt samdrátturinn sé ekki jafn áberandi og hann var í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert