Í engu samræmi við markmið lögreglu

Myndin sem um ræðir, en sjá má merkin á fatnaði …
Myndin sem um ræðir, en sjá má merkin á fatnaði lögregluþjónsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki með neinum hætti styðja hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt.

Þetta kemur fram í tilkynningu vegna umfjöllunar fjölmiðla og myndbirtingar af lögreglumanni fyrr í dag.

„Á búningi hans mátti sjá merki sem eru óviðeigandi með öllu. Embættið harmar jafnframt mjög að hafa valdið fólki særindum vegna þessa og biður alla hlutaðeigendur innilegrar afsökunar. Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í tilkynningunni.

„Lögreglumönnum hjá embættinu hafa enn fremur verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki af lögreglubúningum sínum, sem ekki eru í samræmi við reglugerð, kunni þau að vera til staðar.“

Málið verður tilkynnt til eftirlitsnefndar um störf lögreglu.

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert