Eina flughæfa þyrla LHG send á slysstað

Þyrlan sem sótti manninn er af gerðinni TF-GRO og er …
Þyrlan sem sótti manninn er af gerðinni TF-GRO og er sú eina sem LHG hefur til umráða, vegna verkfalls flugvirkja. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar dag eftir að maður lenti í vinnuslysi í Biskupstungum í uppsveitum Árnessýslu.

Var maðurinn sóttur á slysstað klukkan 15.45 og fékk hann aðhlynningu á spítalanum í Fossvogi laust eftir kl. fjögur. 

Vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefur Gæslan einungis eina starfhæfa þyrlu, TF-GRO, og var hún send á vettvang þegar tilkynningin barst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert