Ekki langt að sækja jólatréð í ár

Rósa Guðbjartsdóttir mundar sögina.
Rósa Guðbjartsdóttir mundar sögina.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, felldi í gærmorgun og sótti jólatré sem prýða mun Thorsplanið í Hafnarfirði yfir jólahátíðina.

Hefð hefur verið fyrir því að jólatréð á Thorsplani komi frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi, en í ár kemur tréð beint frá Skógrækt Hafnarfjarðar. Jólatrénu hefur nú þegar verið komið fyrir á Thorsplani.

„Vinir Hafnarfjarðar í Cuxhaven hafa verið svo framtakssamir að gróðursetja tré í Skógrækt Hafnarfjarðar í svokölluðum Cuxhaven-lundi í heimsóknum sínum til Íslands allt frá árinu 1998 en formlegu vinabæjasambandi milli bæjanna tveggja var komið á fyrir rúmum þrjátíu árum,“ segir í tilkynningu frá bæjarfélaginu.

Ljósin á trénu verða tendruð á föstudag af Rósu bæjarstjóra, Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, og Gísla Valdimarssyni, formanni vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven, að viðstöddum nokkrum leikskólabörnum.

Fram kemur í tilkynningu bæjarins að uppsetning jólaþorpsins sé hafin og verði það opið frá kl. 13-18 alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert