„Gífurleg“ sala næstu vikuna

Raðir myndast við verslanir enda mega aðeins tíu fara inn …
Raðir myndast við verslanir enda mega aðeins tíu fara inn í einu. Sífellt fleiri nýta sér því netverslanir. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrirtæki stíla inn á það að dreifa álaginu í ljósi ástandsins í samfélaginu og þess óhagræðis sem því fylgir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Sjá mátti af auglýsingum í Morgunblaðinu í gær og í auglýsingum á netmiðlum að verslunardagurinn svartur föstudagur, sem er næsta föstudag, er farinn að breiða úr sér og margar verslanir bjóða upp á tilboð alla vikuna. Andrés segir að mikil gerjun hafi verið í kringum alþjóðlega viðskiptadaga hér á landi síðustu þrjú til fjögur árin. Margir nýttu sér dag einhleypra nýlega og fram undan er svartur föstudagur og rafrænn mánudagur í kjölfarið.

Nú þegar samkomutakmarkanir af völdum kórónuveirunnar torveldi verslun leggi kaupmenn enn meiri áherslu á viðskipti í gegnum netið. Mikilvægt sé að dreifa jólaversluninni yfir lengri tíma nú en áður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er alveg klárt að fyrirtæki, bæði stór og smá, eru að gíra sig upp í að nýta þessa viku vel. Það verða gífurleg viðskipti næstu vikuna og þau verða í auknum mæli á netinu. Eins og staðan er nú verður að gera ráð fyrir að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi fram í næstu viku. Það er auðvitað afar bagalegt fyrir verslunina. Við og fleiri bíðum þess að slakað verði á takmörkunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert