Óhapp tafði för

Tukuma Arctica kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur í apríl …
Tukuma Arctica kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur í apríl sl. mbl.is/sisi

Mikið óveður gekk yfir Færeyjar um helgina. Það olli því að skipið Tukuma Arctica, sem lá við bryggju í Þórshöfn, losnaði frá hafnarbakkanum aðfaranótt laugardags, færðist til í höfninni og skorðaðist við hinn enda hennar.

Tukuma Arctica er eitt af þremur skipum í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Þegar veðrinu slotaði var skipið fært að réttri bryggju og skemmdir kannaðar. Engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á farmi ásamt því að engar vísbendingar voru um olíuleka.

Viðgerð á skipinu lauk í gærmorgun og hélt það úr höfn áleiðis til Danmerkur á tíunda tímanum. Um borð eru m.a. vörur sem lestaðar voru á Íslandi og verður einhver töf á afhendingu þeirra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert