38 börn í sóttkví vegna smits í leikskóla

38 leikskólabörn eru nú í sóttkví og sex starfsmenn úr …
38 leikskólabörn eru nú í sóttkví og sex starfsmenn úr leikskólanum Hulduheimum vegna smits sem kom upp hjá barni. Eggert Jóhannesson

38 leikskólabörn og sex starfsmenn eru nú í sóttkví eftir að smit kom upp í leikskóla í Grafarvogi. Leikskólinn sem um ræðir heitir Hulduheimar og eru um 80 börn í skólanum. 

Leikskólanum var skipt í tvö sóttvarnahólf og fóru allir starfsmenn og börn í öðru þeirra, þ.e. tveimur eldri deildum skólans, í sóttkví vegna Covid-19 smits sem kom upp hjá barni.

Elín Rós Hansdóttir, leikskólastjóri staðfesti þetta í samtali við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert