Funda hjá ríkissáttasemjara vegna flugvirkjadeilu

Flugvirkjafélag Íslands og samninganefnd ríkisins (SNR) funda vegna kjarasamnings flugvirkja Landhelgisgæslunnar hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan fjögur. Áætlað er að fundurinn standi til klukkan hálfsex.

Frá miðnætti verður þyrla landhelgisgæslunnar ekki til taks í að minnsta kosti tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkjanna. Dómsmálaráðherra hefur áður sagt að ekki sé hægt að koma í veg fyrir það að þyrlan verði ekki til taks þar sem viðhaldsþörfin er orðin uppsöfnuð vegna yfirstandandi verkfalls. 

Ýmsir, þar á meðal Landssamband slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna og Sjó­manna­fé­lag ís­lands, hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna verkfallsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert