Nýjar vélar gjörbylti innanlandsflugi

Air Iceland Connect flugvélar
Air Iceland Connect flugvélar mbl.is/Árni Sæberg

„Rekstrarkostnaður og kostnaður vegna viðhalds gæti orðið kannski 20% af því sem hann er í dag. Þetta mun veita okkur tækifæri á því að auka innanlandsflug mjög mikið,“ segir Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísar hann þar til þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi. 

Í tillögunni er lagt til að settur verði á laggirnar starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hefur hópurinn ár til að skila skýrslu um efnið. 

Tekið í gagnið 2026

Að sögn Jóns verða fyrstu vélarnar sem ganga fyrir grænni orku tilbúnar árið 2022. Þá eru áform um að fyrir árið 2026 verði komnar 19 sæta vélar af sömu gerð. Sambærilegar vélar, sem ganga fyrir eldsneyti, kosta um 150 milljónir króna. 

„Ég þekki flugvélakaupin ekki alveg en ég hef enga trú á því að það verði einhver fyrirstaða. Þegar uppi er staðið verða þetta miklu hagkvæmari kaup. Þetta gefur tækifæri á að fljúga til staða sem ekki hefur verið flogið til áður auk þess að auka tíðni í flugi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert