Fjöldi smita utan sóttkvíar áhyggjuefni

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er á niðurleið en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að þróunin gæti verið að snúast við með fjölgun samfélagssmita undanfarna daga sem erfitt er að rekja.

Þórólfur hvetur alla sem finna einhver einkenni til að fara í sýnatöku til að útiloka Covid-smit. Allir ellefu sem greindust með smit í gær eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Sóttvarnalæknir bendir á að fram komi í gögnum vísindamanna Háskóla Íslands að smitstuðullinn, sem gefur vísbendingar um smit í samfélaginu, gæti verið að fara upp á við.

Þórólfur sagði að hægt sé að rekja smit undanfarinna daga til stórra verslunarmiðstöðva og að fólk hafi farið heldur óvarlega í stórum veisluhöldum. Einnig eru dæmi um að fólk í sóttkví fari óvarlega.

Enn fremur hafi nokkuð margir greinst með smit á landamærunum undanfarna daga. Aðgerðir séu í gangi til að halda fólki við efnið til að lágmarka áhættu á því að fá smit inn í samfélagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert