7 íslenskar bækur gefnar út í Rússlandi

Kristín Helga Gunnarsdóttir á þrjár bækur á lista yfir nýútgefnar …
Kristín Helga Gunnarsdóttir á þrjár bækur á lista yfir nýútgefnar bækur í Rússlandi. mbl.is/Hari

Útgáfa og útbreiðsla íslenskra bóka í Rússlandi er einstaklega blómleg nú um stundir og hafa aldrei jafn margar íslenskar bækur í rússneskum þýðingum komið út þar í landi á einu ári, eða sjö talsins.

Bækur eftir höfundana Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Andra Snæ Magnason, og þrjár bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, komu út í Rússlandi á þessu ári og hlutu góðar viðtökur. Þar á undan kom síðast út bók eftir íslenskan höfund í rússneskri þýðingu árið 2018.

Þessa velgengni má meðal annars þakka miklu markaðsátaki bóksala þar í landi, sérstaklega meðan útgöngubann gilti í Rússlandi á vormánuðum vegna heimsfaraldursins. Allar bókabúðir Rússlands eru með netverslanir og afhenda vörur á 2-3 dögum. Þar var því haldið á lofti að fólki gæfist loksins á ný næði til að lesa og einnig að þessi tími væri kjörinn til að hvetja börn til bóklestrar, að því er kemur fram á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert