Drjúgur dagur hjá slökkviliðinu

Undanfarinn sólarhringur hefur verið drjúgur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Alls var farið í 106 sjúkraflutninga, þar af 20 forgangsverkefni og 6 vegna Covid-19.

Tvö útköll voru á dælubíla en í bæði skiptin var um minniháttar verkefni að ræða.

Nóttin var mjög róleg hjá slökkviliðinu, sem og Landhelgisgæslunni og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Engin beiðni hefur borist um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert