Kalla eftir upplýsingum um Konráð

Arnaldur Indriðason rithöfundur.
Arnaldur Indriðason rithöfundur. Árni Sæberg

Erlendir lesendur virðast taka rannsóknarlögreglumanninum Konráði vel en hann er sem kunnugt er söguhetjan í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar þessi árin. Þetta segir Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og styður mál sitt með því að útgefendur Arnaldar ytra, sem ýmist eru þegar teknir að gefa út Konráðsseríuna eða í þann mund að gefa hana út, hafi kallað eftir frekari upplýsingum um Konráð og bakgrunn hans til að koma til móts við fróðleiksþyrsta lesendur hans. Valgerður segir þetta merkilegt, ekki síst vegna þess hve Erlendur, sem lengi var í forgrunni í sögum Arnaldar, var heitt elskaður og dáður.

Í prófíl sem Forlagið hefur sent utan segir meðal annars: „Konráð er Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 16. júní 1944, og finnst hvergi betra að vera en í borginni þegar sólin skín. Hann er fyrrum rannsóknarlögreglumaður og kominn á eftirlaun, og því hættur að fá óvæntar upphringingar um miðjar nætur. [..] Konráð á það til að vera stríðinn og hefur húmor fyrir sjálfum sér. Hann er áhugamaður um knattspyrnu. Hann er gjarn á að týna símanum sínum. Konráð á við svefnleysi að stríða, hefur reynt margt, pillur, rauðvín, hugleiðslu, en lítið dugað. Hann getur átt erfitt með að hafa stjórn á skapi sínu og hefur sýnt á sér skuggahliðar.“

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fréttaskýring um gott gengi íslenskra glæpasagna erlendis.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert