Samfylkingin velur sænsku leiðina

Ágúst Ólafur Ágústsson og Helga Vala Helgadóttir eru oddvitar Samfylkingarinnar …
Ágúst Ólafur Ágústsson og Helga Vala Helgadóttir eru oddvitar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki verður efnt til prófkjörs hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Þess í stað verður notast við svokallaða „sænska leið“, sem jafnaðarmenn í Svíþjóð nota við uppröðun á sína lista.

Flokkurinn kallar nú eftir tilnefningum frá flokksfélögum í Reykjavík, þar sem spurt er hvaða fólk flokksfélagar vilja helst að skipi efstu sætin á listum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Geta félagsmenn sent tilnefningar á fsr@samfylking.is.

Að svo búnu fer fram könnun meðal flokksfélaga í Reykjavík þar sem flokksfélagar merkja við þá einstaklinga sem þeim hugnast helst, án þess þó að raða þeim líkt og í hefðbundnu prófkjöri.

Miðað er við að þeirri vinnu ljúki fyrir jól. Niðurstöður könnunarinnar verða þó ekki birtar opinberlega en uppstillingarnefnd hefur þær til hliðsjónar við samsetningu framboðslista.

Samfylkingin í Reykjavík hefur jafnan haldið prófkjör til að ákvarða framboðslista sinn, en það var þó ekki gert fyrir síðustu alþingiskosningar árið 2017. Var enda boðað til þeirra með stutum fyrirvara eftir ríkisstjórnarslit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert