Ástand orðið stöðugt hjá Skagafjarðarveitum

Mjög kalt hefur verið á landinu undanfarið, en á morgun …
Mjög kalt hefur verið á landinu undanfarið, en á morgun tekur að hlýna á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðvikudag annars staðar á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan er orðin stöðug og við erum algjörlega komin með fullt vald á henni,“ segir Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðarveitna, í samtali við mbl.is, en fyrr í dag sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að kerfið væri komið að þolmörkum vegna mikils kulda.

„Menn eru búnir að vera að vinna í því í dag að yfirfara kerfi og stilla dælur. Þetta er allt komið í gott lag,“ segir Steinn.

Mjög kalt hefur verið á landinu undanfarið, en á morgun tekur að hlýna á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðvikudag annars staðar á landinu.

„Það er logn og fínt veður í dag. Það var gríðarleg kæling í gær, 15 stiga frost og talsverður vindur, og þá er gríðarlegt orkutap og reynir á þolmörk kerfisins, en það er búið að ná tökum á öllu og engin hætta neins staðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert