Björt eru borgarljósin en kuldinn er kominn í kortin

Björt eru borgarljósin.
Björt eru borgarljósin.

Björt borgarljósin skinu fallega og spegluðu sig í Reykjavíkurtjörn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um.

Stórir kranar gnæfa yfir byggingasvæðum enda er þess vænst að athafnalíf landans komist fljótlega aftur á snúning, enda fer vonandi að sjá fyrir endann á kórónufaraldrinum.

Þá vekur ekki síður bjartsýni og gleði meðal landans að daginn er farið vel að lengja, eða um nærri klukkustund samanlagt frá vetrarsólstöðum. Ágætt veður var á landinu í gær, en kuldi er í kortunum og búast má við snjókomu á Norðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert