Nokkur hálka á höfuðborgarsvæðinu

Það er hálka víða á höfuðborgarsvæðinu.
Það er hálka víða á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Nokkur hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu og því um að gera fyrir fólk að fara varlega.

Samkvæmt upplýsingum frá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar var byrjað að salta götur klukkan fjögur í nótt. Hálka í húsagötum er nokkur en hún er líkast til minni vegna snjóélja í nótt. Færðin er í lagi á aðalvegum en best er að passa sig á hálkublettum og vera á vel útbúnum bílum.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að vetrarfærð sé í flestum landshlutum en þó að mestu greiðfært á Suðausturlandi.

Á Vestfjörðum er flughálka á Rauðasandsvegi, Bjarnarfjarðarhálsi og Innstrandavegi. Á öðrum leiðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja eða hálkublettir. Þungfært er á Vatnsskarði eystra og lokað yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert