Lesnum röddum ungmenna safnað

Forsetahjónin fylgdustmeð ungmennunum lesa í keppninni í gær.
Forsetahjónin fylgdustmeð ungmennunum lesa í keppninni í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Raddsýnum íslenskra ungmenna verður safnað í Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 sem hleypt var af stokkunum í gær.

Gögnin sem þannig fást nýtast til þróunar hugbúnaðar, sem er í þróun og mun gera almenningi kleift að nýta mælt mál í samskiptum í gegnum tæki og tól. Þegar hafa safnast 320.000 raddsýni á vefsvæðinu samromur.is.

„Tölvur og snjalltæki skilja ekki íslensku og tungumálinu okkar stafar hætta af þeirri staðreynd. Tungumál sem ekki er nothæft eða notað í því stafræna umhverfi sem verður sífellt stærri hluti daglegs lífs okkar deyr stafrænum dauða,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hjá Almannarómi – miðstöð máltækni, hvar unnið er að framkvæmd máltækni, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert