Leigum og bílum fækkað mikið

Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar.
Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar.

Bílaleigubílum á skrá hjá Samgöngustofu hefur á einu ári fækkað um 5.500, eða 24%. Í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að í lok árs 2019 hafi 23.265 ökutæki verið skráð, en í lok ársins 2020 hafði þeim fækkað niður í 17.794.

Ástæðan er samdráttur í komu ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins.

Bílaleigum fækkaði einnig á tímabilinu. Í byrjun árs 2019 voru 135 ökutækjaleigur með leyfi í gildi, en í desember sl. voru gild leyfi 86. Það er fækkun um 49.

„Ég held að þetta verði ekki auðvelt ár og það verði enginn ferðamannastraumur að neinu ráði fyrr en í fyrsta lagi síðsumars,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar.

Eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í gær búa hótelin sig nú undir „Íslendingasumar“ á ný. Það sama virðist vera uppi á teningnum með bílaleigufyrirtækin. Óvissa er með komu erlendra ferðamanna. Á haustmánuðum vonuðust margir eftir að ferðamenn yrðu nálægt 800 þúsund. Í dag hafa þær vonir heldur dvínað. „Við verðum góð að ná 5-600 þúsund,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert