Áfram rýming á Siglufirði

Áfram er rýming í gildi á Siglufirði vegna snjóflóðahættu.
Áfram er rýming í gildi á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. mbl.is/Gúna

Áfram er rýming í gildi á Siglufirði og hættustig Veðurstofu Íslands vegna snjóflóðahættu, auk óvissustigs á Norðurlandi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Var þetta ákveðið vegna snjósöfnunar, veikra snjóalaga og veðurspár framundan á Norðurlandi en afleitt veður hefur verið á Norðurlandi í dag með allhvassri eða hvassri norðanátt með snjókomu eða éljum.

Ákveðið var að rýma nokkur hús undir Stengsgiljum á Siglufirði á miðvikudag vegna þessa en húsin eru undir varnargarðinum Stóra-Bola. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert