Bólusett í heimahúsi í kappi við tímann

Meðfylgjandi ljósmynd er af Þóri Einarssyni fá bólusetningu. Hann er …
Meðfylgjandi ljósmynd er af Þóri Einarssyni fá bólusetningu. Hann er einn af tvö hundruð skjólstæðingum heimahjúkrunar sem hafa verið bólusettir á síðustu dögum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Tvö hundruð af skjólstæðingum heimahjúkrunar í Reykjavík hafa fengið heimsókn hjúkrunarfræðings síðustu daga, sem hefur haft góðan glaðning gjöf með í för – bóluefni við Covid-19. Á meðal þeirra sem fengu heimsókn í gær voru hjónin Þórir og Renate. Þau sjá nú fram á bjartari tíma og hlakka til aukinna samskipta við sína nánustu. 

Frá þessu greinir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. 

Þar segir, að hjúkrunarfræðingurinn Helena Rún Pálsdóttir hafi í gær bankað upp á hjá hjónunum Þóri Einarssyni og Renate Einarsson með lítinn hvítan kassa undir hönd. Í honum var bóluefni en Þórir er einn af tvö hundruð skjólstæðingum heimahjúkrunar í Reykjavík sem fengið hafa bólusetningu síðustu daga. Auk þeirra hafa þau sem skráð eru í dagdvalir verið bólusett. Ekki var hægt að bólusetja alla skjólstæðinga heimahjúkrunar í þessari atrennu en þeir eru um 1.000 talsins, að því er velferðarsviðið greinir frá. 

„Við höfum verið óskaplega einangruð,“ er haft eftir Renate. „Við höfum verið í sjálfskipaðri sóttkví lengi og aðeins hitt fólk í fjarlægð. Það verður gott að losa aðeins um bremsuna,“ segir Þórir og Renate bætir við: „Já, við hittum krakkana en ekki marga aðra. Svo eigum við son sem er búsettur á Írlandi með fjölskyldu sinni. Við höfum ekki séð þau lengi. Nú sjáum við fram á betri tíma.“

Sjálf þarf Renate að bíða enn um sinn eftir bólusetningu, því hún tilheyrir ekki þeim forgangshópi sem fékk bóluefni í þessari umferð. Þegar næsti skammtur berst mun Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hafa samband við þau sem komið er að. Næsti forgangshópur eru 70 ára og eldri og byrjað verður á þeim elstu.

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert