Éljagangur og slæm akstursskilyrði áfram

Áfram er spáð éljagangi á norðurhluta landsins.
Áfram er spáð éljagangi á norðurhluta landsins. mbl.is/RAX

Útlit er fyrir norðaustanátt með 8-15 m/s vindi í dag og að það verði áfram éljagangur á norðurhelmingi landsins. Eru því áfram líkur á slæmum akstursskilyrðum á þeim hluta landsins. Sunnan heiða verður hins vegar þurrt og víða bjart veður. Frost verður á bilinu 0 til -6°C. Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.

Á morgun er gert ráð fyrir 5-13 m/s norðlægri átt með éljum og norðan- og austanlands, en fyrir Suðvesturland er talsverð óvissa í spám. Er það lægðardrag sem veldur óvissunni en það er að myndast suðvestur af landinu í nótt. Eru líkön ósammála um hvort það nái inn á landið með tilheyrandi ofankomu eða hvort það haldi sig fjarri með þurru veðri. Búast má við frosti upp á -1 til -10°C, en kaldast verður í innsveitum norðanlands. Annað kvöld er gert ráð fyrir að það hvessi vestantil á landinu með austanátt.

Á þriðjudag er gert ráð fyrir austan og norðaustan 13-20 m/s vindi um mestallt land, en hægara veðri um landið austanvert. Él verða í flestum landshlutum, en dregur úr frosti sunnanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert