John Snorri kominn í þriðju búðir

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Þeir eru nú komnir í 3. búðir. Ljósmynd/Facebook

John Snorri Sigurjónsson er nú kominn í þriðju búðir á fjallinu K2 í Pakistan. Eins og greint hefur verið frá ætlaði John Snorri sér að verða fyrsti maðurinn á topp K2 að vetrarlagi en í síðustu viku varð hópur Nepala undir forystu Nirmal Purja fyrri til.

John er því kominn skrefi nær toppi fjallsins og segir á fésbókarsíðu hans að mögulega verði reynt að komast á tindinn klukkan 9 í fyrramálið að staðartíma. Hann og félagar hans lögðu af stað í seinasta kaflann í gær.

K2 summit push Please follow us share.garmin.com/8OR9H I am still waiting for any news from John Snorri, Ali Sadpara...

Posted by John Snorri on Sunnudagur, 24. janúar 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert