Andlátið í Sundhöllinni rannsakað sem vinnuslys

Málið er rannsakað sem vinnuslys.
Málið er rannsakað sem vinnuslys. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andlát mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er rannsakað sem vinnuslys. Er það vegna þess að maðurinn var að störfum þegar andlátið átti sér stað. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is 

Maðurinn var með geðfatlaðan einstakling í liðveislu þegar andlátið átti sér stað. Er málið þess vegna á borði lögreglufulltrúa og rannsakað sem vinnuslys en ekki hjá miðlægri deild lögreglu. „Við fengum málið til okkar því hann var í vinnunni þar sem hann starfaði sem stuðningsfulltrúi,“ segir Jóhann Karl. 

Hann segir að lögregla sé að skoða öryggismyndavélar og að beðið sé eftir krufningu ljúki. Málið hafi komið á borð stöðvar 1 hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu morgun og því sé rannsóknin á frumstigi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert