Búið að slökkva eldinn í annað sinn

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út í kvöld …
Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út í kvöld vegna elds í einbýlishúsi í Kaldaseli í Breiðholtinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í þaki einbýlishúss við Kaldasel í kvöld, en eldur kviknaði fyrst í húsinu snemma í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur gríðarlegt tjón orðið á húsinu. 

„Það eru allar stöðvar farnar af vettvangi nema ein. Það er bara verið að loka húsinu og svo tekur tryggingafélagið við þessu,“ segir varðstjóri. 

Útkall barst slökkviliði um 10 mínútur yfir átta í kvöld. 

„Þakið er held ég ekki fallið, en það er mjög mikið skemmt og það var erfitt að eiga við þetta því húsið var orðið svo skemmt. Þetta er mjög mikið tjón,“ segir varðstjóri. 

Hugsanlegt er að rífa þurfi þakið og opna það betur. Það sé þó í höndum tryggingafélags. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert