Ók á bíl, fór í vínbúð og endaði í klefa

Síðdegis í gær var tilkynnt til lögreglu um umferðaróhapp í Austurbænum (hverfi 108) þar sem tjónvaldur er sagður hafa ekið á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði við vínbúð, farið inn í verslunina og skömmu síðar ekið frá vettvangi. Afskipti höfð af ökumanninum skömmu síðar þar sem hann var handtekinn og vistaður í kjölfarið í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum í nótt sem eru grunaðir um þjófnað, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum í Kópavoginum.

Bifreið var ekið á ljósastaur í Hafnarfirðinum síðdegis í gær. Starfsmenn HS Veitna voru kallaðir til vegna ljósastaursins og slökkviliðið vegna olíuleka. Farþegi í bifreiðinni sagðist finna til eymsla í fæti og ætlaði að leita aðstoðar á bráðadeild ef þyrfti að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni bifreiðar í Austurbænum (hverfi 105) í gærkvöldi en hjá honum fundust ætluð fíkniefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert